?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Auld, William  1924–2006
William Auld, Skoti fæddur 1924, er án efa þekktasta esperanto-ljóðskáld á seinni hluta 20. aldar. Hann var einn af skosku fjórmenningunum, sem átti ljóð í safninu Kvaropo (Fereyki), La Laguna 1952, en þekktastur mun hann fyrir La infana raso (Hið bernska kyn), La Laguna 1956, ljóðabálk í 25 köflum, Unufingraj melodioj (Leikið með einum fingri), La Laguna 1960, Humoroj (Hughrif), La Laguna 1969, Rimleteroj (Rímbréf), ásamt Marjorie Boulton, Manchester 1976, El unu verda vivo (Af lífi græningja) (grænn er einkennislitur esperantos), Kuopio 1978, En barko senpilota (Á skipi án hafnsögumanns), ljóðasafn, Piza 1987.
    William Auld hefur einnig samið ritgerðir í óbundnu máli og kennslubækur og ritstýrt bókmenntatímaritum og ljóðasöfnum (sýnisbókum). Hann hefur verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels fyrir hönd esperantista.
Ljóð höfundar – Auld, William
Heiti:Nóvember
≈ 1975–2025
Fyrsta ljóðlína:Gráklæddur morgunn blæs í bláar hendur
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Lausavísur höfundar – Auld, William
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund