?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Arngrímur Jónsson lærði  1568–1648
Arngrímur fæddist á Auðunarstöðum í Víðidal. Hann kallaði sig enda stundum Vidalinus eftir dalnum og svo gerðu margir afkomenda hans. Arngrímur lauk prófi frá Hólum 1585 og frá Hafnarháskóla 1589. Varð hann þá sama ár rektor við Hólaskóla til 1595. Arngrímur var manna lærðastur og var hægri hönd Guðbrands biskups í útgáfustörfum hans og ritaði fyrir hvatningu biskups varnarrit á latínu gegn óhróðursritum erlendra manna um Ísland. Eru þekktust þeirra Brevis commentarius de Islandia (Kaupmannahöfn 1593) og Crymogea (Hamborg 1610). Arngrímur fékk konungsveitingu fyrir Mel í Miðfirði árið 1689 en sat þar lítið framan af vegna annarra starfa. Eftir að Guðbrandur biskup veiktist vorið 1624 svo hann gat ekki sinnt biskupsstörfum varð Arngrímur officialis á Hólum og sinnti öllum störfum biskups þar til Þorlákur Skúlason varð biskup á Hólum 1628. Arngrímur orti ýmislegt, bæði á latínu og íslensku. Á íslensku hafa honum verið eignaðar Arnarrímur og eftir hann er eitt kvæði í Vísnabók Guðbrands 1612, Ein ágæt minning herrans Jesú Kristí pínu. Þá mun hann einnig hafa breytt og vikið til erindum úr Lilju í útgáfu hennar í Vísnabókinni. (Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár I, bls. 29–31, og Vísnabók Guðbrands 1612 (útg 2000), bls. xxxvi–xxxvii).
Ljóð höfundar – Arngrímur Jónsson lærði
Fyrsta ljóðlína:Mér er í hug að minnast
Flokkur:Sßlmar
Lausavísur höfundar – Arngrímur Jónsson lærði
Sýna 3 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu