?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
A B C D E F G H I J K L M N O Ë P R S T U V Y Ţ Ů Ă Í
Þorsteinn Jónsson 1737-1800
Þorsteinn Jónsson  1737–1800
Þorsteinn Jónsson (1737–1800) var sonur séra Jóns Guðmundssonar í Reykjadal og konu hans, Guðlaugar Jónsdóttur og var hann bróðir Guðbrands Fjeldmanns sem einnig var skáld. Þorsteinn varð stúdent úr Skálholtsskóla 1758. Hann varð prestur í Mjóafirði 1966 og síðan einnig á Dvergasteini 1769 og þjónaði báðum brauðunum til 1779 er hann varð að segja Mjóafirði lausum vegan vanrækslu í starfi. Árið 1796 varð hann að láta afembætti á Dvergasteini vegan fátæktar og var eftir það í húsmennsku hjá Hermanni Jónssyni í Firði til dauðadags. ((Sjá: PEÓl: Íslenzkar æviskrár V. bindi, bls. 214–215; og einnig Stefán Einarsson: Austfirzk skáld og rithöfundar í Austurland. Safn austfirzkra fræðaVI, bls. 100–105 og Finnur Sigmundsson: Rímnatal I og II, Reykjavík 1966).
Eftir Þorstein voru prentaðar Rímur af Blómsturvallaköppum 1834 og Píkuraunadans í Vikivökum Ólafs Davíðssonar en óprentaðar eru eftir hann Rímur af Kiða-Þorbirni og Maurhildi mannætu (sjá td. Lbs. 2146).
 
Ljóð höfundar – Þorsteinn Jónsson
Heiti:Roðhattsbragur
≈ 1775
Fyrsta ljóðlína:Undarlegast böl með baga
Flokkur:ŢkjukvŠ­i
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Jónsson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund