?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Pétur Pétursson þulur  1918–2007
Pétur fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918. Foreldrar hans voru Elísabet Jónsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð og Pétur Guðmundsson frá Votamýri á Skeiðum, kennari og skólastjóri á Eyrarbakka. Kona Péturs var Birna Jónsdóttir, dóttir hjónanna Önnu Þorgrímsdóttur og Jóns Bjarnasonar, héraðslæknis á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Pétur og Birna eignuðust eina dóttur, Ragnheiði Ástu, f. 28. maí 1941.  Faðir Péturs dó árið 1922 og haustið 1923 fluttist Pétur til Reykjavíkur með móður sinni og systkinum. Þrettán ára hóf hann störf sem sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og vann þar síðar sem bankamaður til 1942. Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tärna í Svíþjóð og Pitman's College í Bretlandi á árunum 1937–1938. Árið 1941 var hann ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Hann starfaði við verslunarrekstur eftir að hann hætti hjá Ríkisútvarpinu og var um tíma umboðsmaður skemmtikrafta og listamanna. Árið 1970 kom Pétur aftur til starfa í Ríkisútvarpinu og starfaði þar út starfsævina. Pétur dó 23. apríl 2007. (Sjá Pétur Pétursson, minningargrein. Morgunblaðið, 4. maí 2007) 
Ljóð höfundar – Pétur Pétursson þulur
Fyrsta ljóðlína:Þin visna hönd ei veldur penna meir
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Til Birnu
≈ 1975
Fyrsta ljóðlína:Það var um vor
Flokkur:Tregaljˇ­
Heiti:Þingvallavatn
≈ 1975
Fyrsta ljóðlína:Við þetta bláa vatn
Flokkur:┴starljˇ­
Lausavísur höfundar – Pétur Pétursson þulur
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund