?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Magnús Björnsson  1889–1963
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli (30. júlí 1889 – 20. júlí 1963) var fæddur á Syðra-Hóli á Skagaströnd, Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Björns Magnússonar og Maríu Ögmundsdóttur sem bjuggu á Syðra-Hóli nær allan sinn búskap. Hann sat tvo vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri (1908–1910) en hætti þá námi. Magnús var bóndi á Syðra-Hóli frá 1917, sat í hreppsnefnd Vindhælishrepps, var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann fékkst við fræðastörf, einkum á síðari hluta ævinnar og var einn af hvatamönnum að stofnun Sögufélags Húnvetninga. Gefnar voru út eftir hann þrjár bækur með sagnaþáttum: Mannaferðir og fornar slóðir 1957, Hrakhólar og höfuðból 1959 og, að honum látnum, Feðraspor og fjörusprek 1966. Einnig voru prentaðir eftir hann þættir í safnritinu Svipir og sagnir I–V 1948–1962, sem sumir eru endurprentaðir í fyrrgreindum bókum.
 
(Tölvupóstur frá Magnúsi Snædal, dóttursyni Magnúsar Björnssonar, til skrásetjara, Kristjáns Eiríkssonar, 16. júlí 2014)
 
Ljóð höfundar – Magnús Björnsson
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Magnús Björnsson
Fyrsta lína:Margt í vafa verður þrátt,
Flokkar:LÝfsspeki