?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Þorlákur Þórarinsson  1711–1773
Fæddur að Látrum í Grýtubakkasókn í Þingeyjarsýslu, á messudag Þorláks biskups 23. des 1711. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum uns hann var 11 ára; var hann þá tekinn til fósturs og menningar af klausturhaldara Hans Scheving og konu hans Guðrúnu Vigfúsdóttir er gengu honum í góðra foreldra stað, settu hann til bóklegra mennta og komu honum 15 vetra gömlum í Hólaskóla. Þaðan var hann eftir 5 vetra dvöl útskrifaður með góðum vitnisburðum. Ári síðar er hann hafði einn um tvítugt, var hann settur af Steini biskupi djákn að Möðruvallaklaustri og gengdi hann því embætti með árvekni í 14 ár. Árið 1745 var honum veitt af amtmanni Pingel Möðruvallaklausturs brauð; var hann þá vígður sunnudag hinn fyrsta í jólaföstu af stiftprófasti Þorleifi Skaftasyni. Þorlákur drukknaði í Hörgá 61 árs að aldri. (Formáli að ljóðmælum og Íslenzkar æviskrár V, bls. 169; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, bls. 293–295; Gríma hin nýja IV, bls. 31–34; Huld I, bls. 37–38; Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 223, III, bls. 20, 434 og 588–589 og V, bls. 463-464; Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar II, bls. 111–115; Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar V, bls. 21–217; Sögusafn Ísafoldar 1891, bls. 217–219). Foreldrar: Þórarinn Þorláksson bóndi á Látrum á Látraströnd og kona hans Þorgerður Eyjólfsdóttir. (Ættir Þingeyinga I, bls. 77).
Ljóðmæli Þorláks voru prentuð og endurskoðuð 1856 og er hann þar titlaður prófastur í Vaðlaþingi.
 
Ljóð höfundar – Þorlákur Þórarinsson
Heiti:Danslilja
≈ 1750
Fyrsta ljóðlína:Vi lund / lund fgrum, eina stund
Heiti:Eitt kvi
≈ 1775
Fyrsta ljóðlína:Stan kjsa eyrun m
Heiti:Lof letinnar
≈ 1750
Fyrsta ljóðlína:Leti er landsins sæla
Heiti:Titlatog
≈ 1750
Fyrsta ljóðlína:Titlum tíðir anna
Lausavísur höfundar – Þorlákur Þórarinsson
Fyrsta lína:Dauðinn fór djarft að mér, 
Flokkar:Draumvsur
Fyrsta lína:Enn er blóm alda runnið,
Flokkar:rstavsur
Fyrsta lína:Vorið ylblíða
Flokkar:rstavsur
Sýna 42 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu