?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
A B C D E F G H I J K L M N O Ë P R S T U V Y Ţ Ů Ă Í
Eggert Ólafsson  1726-1768
Egill Jónasson 1899-1989
Einar Benediktsson 1864-1940
Einar Bragi f.1921
Einar H. Kvaran 1859-1938
Elizabet Creutziger 1500-1535
Emil von Qvanten 1827-1903
Erik Axel Karlfeldt 1864-1931
Erlendur Hansen 1924-2012
Einar Sæmundsson stúdent  1684–1750
Einar var sonur sr. Sæmundar Hrólfssonar prests á Upsum og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur.
Bjó hann á hluta af Stærra-Árskógi um 1715- 17, í Fagraskógi 1717-´27, Brekku í Svarfaðardal 1727-´31 og á Brimnesi ( við Dalvík ) til um 1745.  Var eftir það fáein ár í Hrísey, er getið þar síðast 1749.
Sagnir herma að hann hafi síðast dvalið á Melstað í Miðfirði og látist þar, eins og segir í þessari vísu:
              Einar sótti eitt að Mel
              alheimsveg að troða,
              fyrrtur lífi fékk þar hel
              forðaðist andarvoða.
Einar var mikill sjómaður og lengi formaður á fiskiskipum, en minna vitað um landbúskap hans og mun hafa efnast lítið.  Hann var talinn stúdent að mennt og var oft í þjónustu sýslumanns Eyfirðinga við þinghöld og sá stundum um manntalsþing og hefur verið sæmilega að sér í lögum því hann tók einnig að sér málarekstur fyrir fólk.
Einar var góður hagyrðingur og er mikið af kveðskap hans í handritasafni Landsbókasafns, s.s. lausavísur, erfiljóð, langlokur og sjóferðabragir, m.a formannavísur.
Einar var að eðlisfari fremur mikill fyrir sér, hávær í tali og gat verið meinlegur, eins og sumar vísur hans bera vott um. Átti hann því ýmsa óvildarmenn, en einnig margt góðra vina.
Fékk Einar mikla frægð fyrir djarflegar sæfarir, sagður fara manna best með menn, skip og veiðarfæri, eða eins og segir í vísu Gunnars Pálssonar frá Upsum:
                 Fór Einar för sína / fram keipa gamm hleypir
                 etur skipum á opið / ákafur, bláhafið.
                 Vel stýrir val ára / vaðsætir aðgætinn,
                 úrtöku árvakur / á fiskinn þrágiskar.
Meðal barna Einars var Björg f. 1716, jarðsett að Upsum, alþekkt undir nafninu Látra-Björg, sem var einnig góður hagyrðingur og er ævisaga hennar til á prenti.    ( Svarfdælingar II bls. 320 )
 
Ljóð höfundar – Einar Sæmundsson stúdent
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Einar Sæmundsson stúdent
Fyrsta lína:Þú stefnir mér um nýtt nafn,
Fyrsta lína:Þökk er mér í þína kirkju að ganga,
Sýna 2 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu