?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Árni Magnússon, prófessor.  1663–1730
Árni var fæddur 13. nóvember 1663 á Kvennabrekku í Dölum. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson prestur og síðar lögsagnari og kona hans, Guðrún Ketilsdóttir. Árni lauk stúdentsprófi úr Skálholtsskóla 1683. Hann sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og lagði stund á guðfræði við Hafnarháskóla. Í Kaupmannahöfn komst hann fljótlega í þjónustu Tómasar Bartólíns þjóðfræðings og vann fyrir hann að handritasöfnun og rannsóknum allt til þess er Bartólín féll frá 1690. Árni var síðar skipaður prófessor við Hafnarháskóla.
   Árni Magnússon ferðaðist um Ísland á árunum 1702 til 1712 ásamt Páli Vídalín og unnu þeir þá að gerð jarðabókar og manntals á Íslandi. Á þessum árum safnaði Árni íslenskum handritum af mikilli elju og flutti þau síðan til Kaupmannahafnar þar sem þau urðu meginstofn hins mikla handritasafns hans. 
   Þann 20. október 1728 varð mikill bruni í Kaupmannahöfn og brann þar hluti af bókasafni Árna, auk bókasafns háskólans. Tók Árni brunann afar nærri sér og dó hann þrotinn að heilsu 7. janúar 1730. Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn og Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík bera báðar nafn þessa mikla safnara og fornmenntamanns. 
Ljóð höfundar – Árni Magnússon, prófessor.
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Árni Magnússon, prófessor.
Fyrsta lína:Líta munu upp í ár
Flokkar:SvarvÝsur
Fyrsta lína:Mun hans uppi minning góð
Fyrsta lína:Skylt er víst að skýri ég
Flokkar:SvarvÝsur