?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Teitur Hartmann  1890–1947
Teitur Hartmann var fæddur í Tungumúla í Rauðasandshreppi. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason og Þórdís Teitsdóttir. Ungur fluttist hann með þeim til Patreksfjarðar og ólst þar að mestu upp. Innan við tvítugt flutti hann til Ísafjarðar og fór að vinna sem lyfjasveinn, fyrst hjá lækninum og síðar lyfsalanum. Á árunum 1912–1916 dvaldi hann í Ameríku en heimkominn aftur vann hann í Reykjavíkur Apóteki og Laugavegs Apóteki. Vorið 1926 flutti hann austur á fjörðu og bjó þar fyrst á Eskifirði og síðan á Norðfirði, vann þar bæði við lyfsölu og húsamálningu. Árið 1925 kvæntist hann Guðrúnu Guðfinnsdóttur hjúkrunarkonu á Eskifirði. Árið 1942 fluttust þau hjón til Ísafjarðar og vann Teitur þar í Ísafjarðar Apóteki til æviloka. Ekki hlaut Hartmann mikla formlega skólamenntun en varð þó vel að sér á ýmsum sviðum, til dæmis í tungumálum og náttúrufræðum. Þá var hann liðtækur skákmaður. Hann var talsvert veikur fyrir víni og tengjast ýmsar þekktustu vísur hans kynnum hans við Bakkus. Árið 1951 gaf Guðrún ekkja hans út Vísnakver Hartmanns. (Sjá Björn H. Jónsson: „Formáli“. Vísnakver Hartmanns. Ísafirði 1. sept. 1951, bls. III–VIII; PEÓl: Íslenzkar æviskrár V, bls. 506 og Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760–1982. Reykjavík 1982, bls. 240)
Ljóð höfundar – Teitur Hartmann
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Teitur Hartmann
Fyrsta lína:Allra kvenna ertu mest,
Flokkar:stavsur
Fyrsta lína:Drykkur er mannsandans megin,
Flokkar:Drykkjuvsur
Fyrsta lína:Ekki blindar andans ljs
Fyrsta lína:Ekki skaltu ara gui hafa,
Flokkar:Gamanvsur
Fyrsta lína:Enga frekju, haf ig hgan,
Fyrsta lína:Gvendur læknar gigt í hupp
Flokkar:Gamanvsur
Fyrsta lína:Heimskur maður hatar vín,
Flokkar:Drykkjuvsur
Fyrsta lína:Laxamrar sl er sest,
Fyrsta lína:Miki fjandi er mr n kalt,
Fyrsta lína:Slina g set ve
Fyrsta lína:Svartadaua seinni plgan
Flokkar:Gamanvsur
Fyrsta lína:Um Reyfiringa ri ei par
Fyrsta lína:Visna rsir, blikna blm,
Flokkar:Drykkjuvsur
Fyrsta lína:Þetta höfuð þungt sem blý
Flokkar:Drykkjuvsur
Fyrsta lína: g fari fyllir
Flokkar:Drykkjuvsur
Sýna 111 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu