?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Ludvig Kemp Illugastöðum Skag.  1889–1971
Ludvig Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Hét hann fullu nafni Ludvig Rudolf Stefánsson Kemp. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Ludvigsdóttir. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt vegaverkstjóri. Síðan bjó hann á Akureyri í tvö ár en flutti þá til Skagastrandar þar sem hann stundaði skrifstofustörf í mörg ár. Kemp var landsþekktur hagyrðingur á sinni tíð en ekki þótti kveðskapur hans eiga við í fínni selskap. (Sjá Skagfirskar æviskrár. Tímabilið 1910–1950, IV, bls. 213–218)
Ljóð höfundar – Ludvig Kemp Illugastöðum Skag.
Heiti:Gautastaðahólmi
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Skein yfir Fljótin sól á sunnudegi
Flokkur:Gamankvi
Lausavísur höfundar – Ludvig Kemp Illugastöðum Skag.
Fyrsta lína:Leit g inn hj Lrusi,
Flokkar:Gamanvsur
Fyrsta lína:Sveifla er fnum og sungi er lag
Flokkar:Svarvsur
Sýna 187 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu