?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Friðrik Hansen  1891–1952
Friðrik var fæddur á Sauðá í Borgarsveit 1891, sonur hjónanna Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur frá Garði í Hegranesi. Friðrik nam í unglingaskóla á Sauðárkróki og fór síðar í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1915. Hann fékkst eftir það nokkuð við kennslu bæði í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu auk þess sem hann var einn vetur heimiliskennari austur í Hróarstungu. Friðrik kvæntist Jósefínu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu árið 1919 og bjuggu þau eitt ár í Garði í Hegranesi en fluttu síðan á Sauðárkrók þar sem hann gerðist kennari og var jafnframt oftast vegaverkstjóri á sumrum. Jósefína kona Friðriks andaðist 1937. Síðari kona hans var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal í Blönduhlíð. Friðrik dó á landspítalanum í Reykjavík liðlega sextugur. Á uppvaxtarárum Friðriks sveif andi nýrómantíkur í lofti og ungmennafélagshreyfingin og sjálfstæðisbarátta áttu hug æskunnar og ber skáldskapur hans þess glögg merki. Engin ljóðabók kom út eftir Friðrik að honum lifandi en síðan hafa verið gefnar út tvær ljóðabækur með skáldskap hans: Ljómar heimur (1957) og Ætti ég hörpu (1982). (Sjá einkum Friðrik Hansen: Ætti ég hörpu. Hannes Pétursson annaðist útgáfuna. Iðunn. Reykjavík 1982)
Ljóð höfundar – Friðrik Hansen
Heiti:Hesturinn
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þegar heiðin grær, þá er lundin létt
Heiti:Hún
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Hún kom ofan hlíðina, klædd eins og rökkrið
Flokkur:Ástarljóð
Heiti:Lindin
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Lindin kvað og lék sér við
Flokkur:Náttúruljóð
Fyrsta ljóðlína:Sé ég til baka: Silfrar máni tinda
Heiti:Smáblóm
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Vornóttin hlýja vermdi kaldar rætur
Heiti:Vor
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Ljómar heimur logafagur
Flokkur:Náttúruljóð
Heiti:Ætti ég hörpu
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Ætti ég hörpu hljómaþýða
Flokkur:Ástarljóð
Lausavísur höfundar – Friðrik Hansen
Fyrsta lína:Aldrei kveldar, ekkert húm,
Fyrsta lína:Grænum halla blöðum brátt
Fyrsta lína:Hjarta mitt varð heitt af þrá,
Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Horfi ég á hárið greitt,
Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Inni í landi og út við sjó
Fyrsta lína:Í hlaðbrekkunni hýr og smár
Fyrsta lína:Nú vaki ég aleinn, og komið er kvöld
Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Skíni þér eilíf sumarsól í heiði,
Flokkar:Heillaóskir
Fyrsta lína:Við sitjum hljóð og erum ein
Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Vorið hlæi ykkur æ,
Flokkar:Heillaóskir
Fyrsta lína:Þó að vísan þyki góð,
Sýna 41 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu