Strengleit er ólík leitaraðferð Google og annarra helstu leitarvéla.
Kannað er hvort strengurinn er hluti af einhverjum kveðskap eða höfundarlýsingu í safninu. Leitarstrengurinn nýta skilar því textum sem innihalda orðin nýta, nýtar, ónýta og snýta. Hins vegar finnast ekki textar sem innihalda beyginarmyndir á borð við nýtum eða nýtti. Séu slegin inn tvö orð er litið á þau og bilið á mili þeirra sem eina einingu. Fljúga hvítu finnur því aðeins texta þar sem þessi tvö orð standa saman. Algildistáknin * og ? eru ekki notuð. Rökvirkjarnir AND, OR og NOT, eru ekki notaðir. Séríslenskir stafir eru ekki jafngildir örðum rittáknum. Leit að orðinu gata finnur því ekki orðið gáta og öfugt. Hástafir og lágstafir skipta ekki máli. Leit að orðinu orð skilar líka ritmyndunum Orð og ORÐ.
Felicia Dorothea Hemans 1793-1853
Flóvent Jónsson 1796-1883
Francois Villion 1461-1474
Freysteinn Gunnarsson 1892-1976
Friðbjörn Björnsson í Staðartungu 1873-1945
Friðgeir Árnason 1827-1872
Friðrik Aðalsteinn Friðriksson 1896-1982
Friðrik Friðriksson 1868-1961
Friðrik Guðni Þórleifsson 1944-1992
Friðrik Hansen 1891-1952
Friedrich Schiller 1759-1805
Friðrik Hansen 1891–1952
![]() ![]() Friðrik var fæddur á Sauðá í Borgarsveit 1891, sonur hjónanna Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur frá Garði í Hegranesi. Friðrik nam í unglingaskóla á Sauðárkróki og fór síðar í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1915.
Hann fékkst eftir það nokkuð við kennslu bæði í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu auk þess sem hann var einn vetur heimiliskennari austur í Hróarstungu. Friðrik kvæntist Jósefínu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu árið 1919 og bjuggu þau eitt ár í Garði í Hegranesi en fluttu síðan á Sauðárkrók þar sem hann gerðist kennari og var jafnframt oftast vegaverkstjóri á sumrum. Jósefína kona Friðriks andaðist 1937. Síðari kona hans var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal í Blönduhlíð. Friðrik dó á landspítalanum í Reykjavík liðlega sextugur. Á uppvaxtarárum Friðriks sveif andi nýrómantíkur í lofti og ungmennafélagshreyfingin og sjálfstæðisbarátta áttu hug æskunnar og ber skáldskapur hans þess glögg merki.
Engin ljóðabók kom út eftir Friðrik að honum lifandi en síðan hafa verið gefnar út tvær ljóðabækur með skáldskap hans: Ljómar heimur (1957) og Ætti ég hörpu (1982). (Sjá einkum Friðrik Hansen: Ætti ég hörpu. Hannes Pétursson annaðist útgáfuna. Iðunn. Reykjavík 1982)
Ljóð höfundar – Friðrik Hansen
Fyrsta ljóðlína:Þegar heiðin grær, þá er lundin létt
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aBaaB. Forliður. Reikiatkvæði.
Fyrsta ljóðlína:Hún kom ofan hlíðina, klædd eins og rökkrið
Bragarháttur 2:FJÓRIR:TVEIR : OAOA. Hreinn þríliðaháttur. Frjáls forliður.
Flokkur:Ástarljóð
Fyrsta ljóðlína:Lindin kvað og lék sér við
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður. Bragarháttur 2:Ferskeytt (ferskeytla).
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður. Flokkur:Náttúruljóð
Fyrsta ljóðlína:Sé ég til baka: Silfrar máni tinda
Bragarháttur:FIMM : AbAbCC. Forliðabann. Hvarflandi liður.
Fyrsta ljóðlína:Vornóttin hlýja vermdi kaldar rætur
Bragarháttur:FIMM : ABAAB. Forliðabann.
Fyrsta ljóðlína:Ljómar heimur logafagur
Bragarháttur:FJÓRIR : AbAbCdCd. Forliðabann.
Flokkur:Náttúruljóð
Fyrsta ljóðlína:Ætti ég hörpu hljómaþýða
Flokkur:Ástarljóð
Lausavísur höfundar – Friðrik Hansen
Fyrsta lína:Aldrei kveldar, ekkert húm,
![]()
eilíf sýn til stranda,
enginn tími, ekkert rúm, allar klukkur standa.
Fyrsta lína:Grænum halla blöðum brátt
![]()
blómin valla fögur.
Yfir fjalla herðum hátt hangir mjallakögur.
Fyrsta lína:Hjarta mitt varð heitt af þrá,
![]()
himinn blár af vonum.
Ástardýrð í augum lá, eldur í faðmlögonum. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Horfi ég á hárið greitt,
![]()
háls og fagurt enni.
Ég verð orðinn ekki neitt ef ég gleymi henni. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Inni í landi og út við sjó
![]()
allar raddir þegja.
Þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja.
Fyrsta lína:Í hlaðbrekkunni hýr og smár
![]()
himinglaðan daginn
fífillinn með heiðgult hár hristir lokk í blæinn.
Fyrsta lína:Nú vaki ég aleinn, og komið er kvöld
![]()
og kyrrð yfir heimilið mitt.
Ég skrifa á himinsins heiðríkjutjöld í huganum nafnið þitt. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Skíni þér eilíf sumarsól í heiði,
![]()
syngi þér raddir vorsins fögur kvæði.
Komandi tímar blóm á veg þinn breiði og beri í skauti sér hin mestu gæði. Flokkar:Heillaóskir
Fyrsta lína:Við sitjum hljóð og erum ein
![]()
á auðri jörð við lítinn stein.
Ég er nóttin þögla þín og þú ert eina stjarnan mín. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Vorið hlæi ykkur æ,
![]()
elti snæ úr hverjum slakka,
gefi blæ á gæfusæ, góðan bæ og marga krakka. Flokkar:Heillaóskir
Fyrsta lína:Þó að vísan þyki góð,
![]()
þjóti um víðan bláinn,
alltaf verður óort ljóð innsta hjartans þráin.
Vísur höfundar í öðrum söfnum:
Fyrsta lína:Augað þekkir útlit manns.
![]()
Andann fáir skilja.
Glæddu bestu blómin hans blóm hins frjálsa vilja.
Fyrsta lína:Árin koma og hvíslast á
![]()
hverfa að tímans landi.
Eins og falli alda smá upp að fjörusandi.
Fyrsta lína:Árin koma og hvíslast á
![]()
hverfa að tímans landi.
Eins og falli alda smá upp að fjörusandi.
Fyrsta lína:Blítt er auga. Bleik er kinn.
![]()
Bjart og hátt er enni.
Unga mey ég aldrei finn yndislegri henni.
Fyrsta lína:Ég vil líta björgin blá
![]()
búðir Snorra goða
þú skalt víkja, þoka grá Þingvöll vil ég skoða. Orti svo Friðrik Hansen í þoku á leið til Þingvalla. Karl Friðriksson svaraði: Gamla Skjaldbreið láttu lyft leiðum þokuslæðum þær hafa fleiri fagrar skipt fyrir Hansen klæðum. Flokkar:Samstæður
Fyrsta lína:Ég vil líta björgin blá.
![]()
Búðir Snorra goða.
Þú skaltvíkja þoka grá Þingvöll vil ég skoða.
Fyrsta lína:Fólkið lá á bæn í bólum
![]()
því báglega tókst með hægðirnar.
Svo fórloks að sveif að Hólum 70 manns til hreinsunar. Kvaran féll í draumadá dreif að magapína. Í hans hvílu eftir lá ögn af vitamina. Flokkar:Samstæður
Fyrsta lína:Fyrir synd af syndugum
![]()
sönnum hef ég ríka.
Að syndir komi af syndlausum sé ég verður líka.
Fyrsta lína:Hátt hann gall í Halifax.
![]()
Hlátur small af snilli.
En einkum kall hans árla dags ómaði fjalla á milli.
Fyrsta lína:Hér ég fyr með létta lund
![]()
lék mér oft á vorin.
Nú er haust og héluð grund. Horfin fyrstu sporin.
Fyrsta lína:Hófaskellir heyrast nær.
![]()
Hljóma svell og grundir.
Efst á velli blikar bær bláu felli undir.
Fyrsta lína:Hugurinn snýst um hulda mín.
![]()
Hnignar dagsins veldi.
Hangir fram af heiðarbrún haustsins þokuspeldi.
Fyrsta lína:Inni á landi og út við sjó
![]()
allar raddir þegja.
Þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja. Árin koma og kallast á. Hverfa að tímans landi. Eins og falli alda blá upp að fjörusandi.
Fyrsta lína:Létt skal stíga lífsins vals.
![]()
Leika sér við blæinn.
Þótt mig vanti allt til alls eins og fyrri daginn.
Fyrsta lína:Litla sóley lyft þér nú
![]()
í ljós og hlýja daga.
Enginn gaf mér eins og þú ást á sumarhaga.
Fyrsta lína:Litla sóley lyft þér nú
![]()
í ljós og hlýja daga.
Enginn gaf mér eins og þú ást á sumarhaga.
Fyrsta lína:Lífið allt mun léttar falla.
![]()
Ljósið vaka í hugsun minni
ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni.
Fyrsta lína:Lífsins hafa rögnin reið
![]()
riflað vina kynning.
En þó að sundur liggi leið lifir endurminning. Flokkar:Samstæður
Fyrsta lína:Nú er hljótt um holtin öll.
![]()
Horfinn lóusöngur.
Nú er yfir frostköld fjöll farið á ný í göngur.
Fyrsta lína:Nú skal hlaupa á hendingum.
![]()
Hefja staupa gaman.
Hafa kaup á hugmyndum. Hlæja og raupa saman.
Fyrsta lína:Sendið hingað sólskin inn
![]()
sumardagar ljósir.
Vetur gróf á gluggann minn gráar hélurósir.
Fyrsta lína:Sendið hingað sólskin inn
![]()
sumardagar ljósir.
Vetur gróf á gluggann minn gráar hélurósir.
Fyrsta lína:Stökkur Sveini stuðlahrein
![]()
staka af munni og verður kunn.
Hæpið mein af hróðrargrein hrökkvi þunn í mærðar unn.
Fyrsta lína:Svona er gjörvöll saga vor.
![]()
Söngvar allir dvína.
Allt sem markar einhver spor endar göngu sína.
Fyrsta lína:Um tilverunnar sollin svið
![]()
sjóar rísa og falla.
Ég hef brotið bát minn við blindsker eigin galla.
Fyrsta lína:Ungur rann ég upp í fjall
![]()
eftir bröttum skeiðum.
Á mig versta veður skall. Villtist ég á heiðum.
Fyrsta lína:Veit ég það að vor og skúr
![]()
vonablómum hlynna,
en hvenær kemur unginn úr eggjum ljóða þinna?
Fyrsta lína:Vel er puntað Venus hlið.
![]()
Varla er unnt að bíða.
Burt er svuntan, blasir við blessuð kuntan fríða.
Fyrsta lína:Verði ekki sjón þín sein
![]()
að sjá á mína dvína.
Láttu falla af ljóðagrein lauf á kistu mína.
Fyrsta lína:Við skulum taka lífið létt,
![]()
láta vaka kæti.
Fara á bak og fá sér sprett en forðast svakalæti.
Fyrsta lína:Viljinn blæju vefðist kífs
![]()
og vonar dæi kliður
ef ég sæi sól þíns lífs síga í æginn niður.
Fyrsta lína:Yfir sumarengið grænt
![]()
augum þrátt ég renni.
Það hefur enginn maður mænt meir á eftir henni.
Fyrsta lína:Það var er sól var sigin
![]()
að sat og beið ég þín.
Þú kvaðst það víst þú kæmir þá en komst þó ei til mín. Ég reikaði til rekkju. Mér runnu tár af brá. Í kirkjuná ég kom þann dag og kirkjugarðinn sá. Þú hvorki varst í kirkju né komst að heilsa mér, því önnur þér var orðin kær og ég úr huga þér. Þá gömlu kirkjugötu ég gekk svo ein og hljóð. Og tár mín runnu eitt og eitt þar ofan í gamla slóð. Þá rauðu vænu vendi sem voru frá þér gjöf. Þá tek ég aldrei aftur fram ég áður hníg í gröf. Hvort leita menn að liljum þar laufin vantar yl? Og hefur nokkur hitt þar ást sem hún er ekki til? Ég vildi leita að liljum. En löngun sú nú deyr. Svo innilega unni ég þér að elskað get ei meir.
Fyrsta lína:Þó að ég sé gleðigjarn
![]()
og gangi á vegi hálum
er ég saklaus eins og barn í öllum kvennamálum.
Fyrsta lína:Þúsund sölt á þúfu og laut
![]()
þarf á öllum túnum
til að ala upp ágæt naut og auka nyt í kúnum.
Fyrsta lína:Þær eru eins og blómin blá
![]()
er breiða út krónur sínar.
Titruðu eins og tár á brá tilfinningar mínar.
Fyrsta lína:Öll voru döpur örlög þín.
![]()
Nú ætla ég þig að heygja.
Svon´ er því varið vísan mín að verða til og deyja. |