?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Einar Sigurðsson á Reykjarhóli  1843–1910
Einar var fæddur á Nolli við Eyjafjörð, sonur Sigurðar Einarssonar vinnumanns og konu hans, Kristín Jónasdóttir. Einar missti móður sína þriggja ára gamall og var honum þá komið fyrir hjá föðursystur sinni, Rósu Einarsdóttur á Skriðulandi og manni hennar, Stefáni Guðmundssyni. Þau fluttu síðan á Djúpárbakka og þaðan að Vöglum á Þelamörk. Ólst Einar upp hjá þeim hjónum í Eyjafirði en fluttist til Skagafjarðar 1868. Var hann þar fyrst í vistum en varð síðar bóndi á Kárastöðum 1874–1877 og Reykjarhóli hjá Víðimýri 1877-1907. Kona Einars var Rósa Gunnlaugsdóttir. Einar var gleðimaður og ágætur hagyrðingur. (Sjá: Skagfirzkar æviskrár 1890-1910, III. Akureyri 1968), bls. 52 og Hannes Pétursson: „Einar á Reykjarhóli.“ Skagfirðingabók 3, bls. 118–156)
Ljóð höfundar – Einar Sigurðsson á Reykjarhóli
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Einar Sigurðsson á Reykjarhóli
Fyrsta lína:a var blva rlatak,
Flokkar:Kersknisvsur
Sýna 67 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu