?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
A B C D E F G H I J K L M N O P R S T U V Y
Baudelaire, Charles 1821-1867
Bertold Brecht 1889-1956
Bjarki Karlsson f.1965
Bjarni Ásgeirsson  1877-1964
Bjarni Gissurarson  1621-1712
Bjarni Gíslason  1880-1940
Bjarni Lyngholt 1871-1942
Bjarni Thorarensen 1786-1841
Blake, William 1757-1827
Bob Dylan f.1941
Brewster M. Higley 1823-1911
Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum  1898–1978
Baldur var fæddur 8. apríl 1898 á Granastöðum í Ljósavatnshreppi, sonur hjónanna Baldvins Baldvinssonar frá Naustavík og Kristínar Jónasdóttur frá Sílalæk. Hét hann fullu nafni Baldur Grani. Tólf ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Ófeigsstöðum í Köldukinn og var bóndi þar frá 1923 til 1975. Sumarið 1922 kvæntist Baldur Hildi Friðgeirsdóttur frá Þóroddsstað. Þau byrjuðu að búa  á hluta Óeigsstaða á móti foreldrum Baldurs. Eignuðust þau einn son árið eftir en móðir hans dó frá honum nýfæddum. Síðar kvæntist Baldur Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Geirastöðum í Mývatnssveit og áttu þau saman tvö börn. 
   Badur tók mikinn þátt í félagsmálum og á hann hlóðust ýmis störf í þágu bænda og Kaupfélags Þingeyinga. Baldur var bæði glaðlyndur og skemmtinn og prýðilegur hagyrðingur. Hann dó  4. júlí 1978.  (Sjá einkum: Halldór Pálsson: Baldur Baldvinsson Ófeigsstöðum. Íslendingaþættir Tímans. Föstudagur 8. september, 1978 — 24. tbl.)
Ljóð höfundar – Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund
Lausavísur höfundar – Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum
Fyrsta lína:Á fimmtudaginn fæddist lamb.
Flokkar:Gamanvsur
Fyrsta lína:Hefur Egill höggsverð,
Sýna 47 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu