Kvæða- og vísnasafnið Haraldur var sett á fót í október 2013 af nokkrum ljóðaunnendum í Dalvíkurbyggð. Aðsetur hópsins er á Héraðsskjalasafni Svarfdæla á Dalvík og markmið hans er að safna kvæðum og lausavísum sem upprunnar eru eða á einhvern hátt tengdar Dalvíkurbyggð og ekki hafa verið gefnar út á prenti.  Nafnið Haraldur er til heiðurs Haraldi Zophoníassyni verkamanni og skáldi á Dalvík.  Haraldur orti óteljandi lausavísur og talsvert af ljóðum og var meðal samferðamanna álitinn "talandi skáld".
Fastur fundartími hópsins er á föstudagsmorgnum kl. 10 - 12  á skjalasafninu í kjallara Ráðhússins.  Allt áhugafólk er velkomið