?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
ÞRÍR:FJÓRIR:SEX : A+A+A+bb. Forliðabann.
Fjögurra línu blokkir endurtaka sig fram að lokalínu. 
Í Heilladillu HP kemur einnig fyrir hálf blokk á einum stað (fyrri hlutinn rímar þá ekki við neitt) og jafnframt þriggja línu blokk en hún er með galla bæði í endarími og stuðlun.  Líklegt er að þriðja lína blokkarinnar hafi fallið út við ritun handrits.
ss
h
ss
h
ssh
{{ss-222Aa^ : h-222Aa^ : =1 : h-2221b}} : ssh-222221b
Dæmi:
Beðinn var ég barni að dilla
beiðni þá skal gjarna fylla;
orð og gjörðir er eg að stilla
elsku barnið hlýð þú á:

Sá sem gaf þér sál og sinni,
samdi þig með skynseminni,
til þín lagði mál og minni,
mildur drottinn himnum á,

annist þig með önd og lífi,
yfir þér sé hans verndin há;

værð og döfnun veiti mjúka
vægi þér og gjöri hjúkra,
[Hér virðist hafa fallið brott lína]
hann þér aldrei víki frá.

Svo mörg sem að stráin standa
og stjörnur uppá sólargranda
og kornin eru um sjávarsanda
sælustundir muntu fá.

Heilladilla heiti kvæði,
hljóttu og hrepptu það eg ræði.
Bragurinn líður, Boðnarsæði,
blessi þig sá sem kann og má.

Í voðanum stærsta vert oss næstur og veslum hjá.

Hallgrímur Pétursson: Heilladilla
Ljóð undir þessum hætti:
≈ 1650
Fyrsta lína:Beðinn var eg barni ad dilla
Lausavísur undir þessum hætti:
Ekkert skráð