?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
FJÓRIR:ÞRÍR : aabcccb. Hneppt. Forliðabann.
Hátturinn er eingöngu greindur eftir kvæði Bjarna Thorarensen en stuðlasetning Bjarna veldur nokkrum vandkvæðum við greiningu.  Helsta spurningin er um það hvort lita beri svo á að línu hefjist á þrílið eða hneppingu og tvílið.  Hendingarnar „þig þekka að sjá“ og „heiðhimin við“ kalla á hneppingu.  Eins myndi hendingin „og guma girnist mær“ krefjast þess að þríliðurinn væri reikull (með möguleika á áhersu í miðatkvæði) en því er annars ekki beitt í kvæðinu. Þessi dæmi, og ekki síðst eðlileg lestrarhrynjandi kvæðsins, ráða því að sú greining er hér notuð.
Aftur á móti mælir hendingin „hafnar úr gufu hér“ gegn hneppingu því að þá er orðið of langt á milli stuðla.  Loks uppfyllir línan „þokuloft léð“ hvoruga greininguna en þar færist stuðulinn aftar í síðara atkvæði bragliðar þar sem hann er (miðað við greininguna sem ofan á varð): „-u loft“ og orðstofninn loft mun áhersluþyngri en endingin -u sem þó ætti að standa í risi.
ss
h
ss
ss
h
ss
h
ss-1221a : h-1221a : ss-121b : ss-1221c : h-1221c : =4 : h-121b
Dæmi:
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.

Bjarni Thorarensen: Íslands minni, 1. erindi
Ljóð undir þessum hætti:
≈ 1825
Fyrsta lína:Eldgamla ═safold
≈ 1850
Fyrsta lína:Lýðfræða fósturbyggð
≈ 1900
Fyrsta lína:Nú fagnar nýrri öld
Lausavísur undir þessum hætti:
Ekkert skráð