?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Nýjustu skráningarnar
Nýskráð ljóð
Gautastaðahólmi (26. júl)
Hof fjallsins (14. júl)
Fullskrß­ ljˇ­ (ß­ur bragtekin)
Bænasystirin (24. jún)
Nýskráð lausavísur
Vísa af handahófi
Sinna tekna seggur geldur
– sá er hátturinn.
Leikur um hugann eins og eldur
undandrátturinn.

Jörundur Gestsson Hellu, Strand.
Bragarhßttur af handahˇfi
ss
h
ss
h
ss
DŠmi: Huggun
nbsp;Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi,
að heiminum verðirðu ekki að bráð,
þá berast lætur lífs með straumi
og lystisemdum sleppir taumi –
hvað hjálpar, nema herrans náð?

Grímur Thomsen
Hugtak af handahófi
1aðalhending
Samheiti: alhenda   alhending   
Alrím í sama vísuorði (braglínu, hendingu) langsetis. Dæmi:

Hvert stefnið þér hrafnar,
hart með flokk enn svarta?

hart og svart- mynda hér aðalhendingu með alrími sínu þar sem bæði ríma saman sérhljóðar og lokasamhljóðar atkvæðanna tveggja. Í fyrri línunni mynda atkvæðin stefn- og hrafn- aftur á móti hálfrím þar sem aðeins ríma saman lokasamhljóðar en sérhljóðar eru ekki þeir sömu. Sú hending kallast skothending. Aðalhending og skothending eru gömul heiti á hendingum dróttkvæða. Síðar var farið að nefna vísuorðin sjálf hendingar og þá vísuorð með aðalhendingum langsetis aðalhendingu og vísuorð með hálfrími langsetis skothendingu. Á sextándu öld er farið að kalla aðalhendingu alhendu og talað er um að kveðið sé alhent séu aðalhendingar (alhendur, alhendingar) í hverju vísuorði og er það ákveðið nánar eftir því hvernig þeim er skipað innan vísuorðsins og vísunnar í heild. Rímskipan eftirfarandi vísu er til dæmis nefnd framalhent eða framaðalhent:

Dró hann þó frá dapri neyð
dýrðar skýrður herra,
illum kvilla, andar deyð
og öllu, er köllum verra.
(Kolbeinn Jöklaraskáld: Sveins Rímur Múkssonar XXII, 12)

2aðalhending
Aðalhending: Alrím á milli atkvæða hvort heldur sem það er langsetis eða þversetis í vísu. Þannig myndar annar bragliður í fyrstu braglínu[/ahringhendrar vísu aðalhendingu við aðra kveðu í hinum braglínunum þrem:
Sunna háa höfin á
hvítum stráir dreglum,
veröld má sinn vænleik sjá
í vatna bláum speglum.
(Sigurður Breiðfjörð)

Bragi, ˇ­frŠ­ivefur
Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Faglegur bakhjarl: Óðfræðifélagið Boðn.
Ritstjóri: Kristján Eiríksson.